Monday, January 15, 2007
Ólöglega lagðir bílar í hverfinu mínu 1. og 2. janúar 2006; EA-889, UX-810 og kerran sem virðist mega standa á miðri akrein öllum að meina- lausu. Nema þá kannski helst sjúkrabílum og slökkviliðs- bílum sem gætu þurft að komast framhjá. En hvað er eitt og eitt mannslíf milli vina þegar um er að ræða að leggja bílum sínum og kerrum svona alveg við útidyrnar sínar. Skítt með það þó það sé bannað. Ekki gera verðir laganna neinar athugasemdir. Og það þó menn séu með þessum afbrotum sínum að lítilsvirða umferðarlögin og vinsamleg tilmæli samborgara sinna. Þeir halda líklega uppteknum hætti meðan þeir komast upp með það. Allavega hefur AJ-702, sá sem er í felum bakvið kerruna á myndinni, lagt ólöglega vinstra megin einstefnugötunnar, mánuðum saman.
En það hafa VV-961 og JR-663, sem reyndar stendur á stöðvunar- línu bið- skyldunnar á horninu og ekki nema um 80 cm. frá brunahananum, svosem gert líka. Allir (nema kannski löggan og eigendur fyrrnefndra bíla) átta sig á því að reglur um lagningu bifreiða í einstefnugötur eru settar til að tryggja eðlilega umferð. Afsakanir, eins og þær að ekki séu næg bílastæði í götunni eða að ekki sé nægilegt rými á einkalóðunum til að gera þar stæði fyrir bíla heimilisfólksins, eru lélegar frammi fyrir almannaheill og rétti annarra íbúa hverfisins til að komast leiðar sinnar hindrunarlaust. Þó ekki væri nema að komast heim til sín framhjá ólöglega lögðum bílum.
Athygli vekur að bílarnir tveir, á hinum myndunum, standa fyrir framan sama húsið, hvor sinn daginn. Í þessum hluta götunnar er þetta vinstrisíðulagningarvandamál hvergi nema við þetta eina hús. Ótvíræður brotavilji fárra, til ama fyrir marga.
Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stækkaðar, það segir meira en mörg orð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment