Monday, January 15, 2007

Á heimleið














Enn leggja menn nákvæmlega eins og þeim sýnist óháð lögum og reglum og algerlega skítsama um það hvort aðrir þurfi kannski að komast leiðar sinnar.

Ok... ég skal taka tillit til þeirra sjónarmiða að skortur á bílastæðum reki menn til lögbrota en þarf endilega að bíta höfuðið af skömminni með því að leggja öfugt við aksturstefnu? Er það ekki bannað í allflestum tilvikum?

Hvað finnst þér, ágæti gestur hér á síðunni, myndir þú troðast á bílnum þínum framhjá þessum ólöglega lögðu bílum án þess að taka eftir þeim?













En ef þú værir gangandi? Kæmist þú leiðar þinnar á gangstéttinni þrátt fyrir pick-uppinn sem lagt er þar sem þér var ætlað að ganga?













Báðir pic-upparnir, sá ráuði á horninu og sá svarti uppá gangstéttinni, snúa öfugt miðað við aksturstefnu. Sá rauði stendur vinstramegin í einstefnugötu og hinn snýr móti umferðinni sem reynir að komast upp brekkuna í hálkunni. Fer ekki bráðum að koma að því að við hin fáum upp í kok af yfirgangi þessara umferðarsóða?

No comments: