Monday, January 15, 2007
Á heimleið
Enn leggja menn nákvæmlega eins og þeim sýnist óháð lögum og reglum og algerlega skítsama um það hvort aðrir þurfi kannski að komast leiðar sinnar.
Ok... ég skal taka tillit til þeirra sjónarmiða að skortur á bílastæðum reki menn til lögbrota en þarf endilega að bíta höfuðið af skömminni með því að leggja öfugt við aksturstefnu? Er það ekki bannað í allflestum tilvikum?
Hvað finnst þér, ágæti gestur hér á síðunni, myndir þú troðast á bílnum þínum framhjá þessum ólöglega lögðu bílum án þess að taka eftir þeim?
En ef þú værir gangandi? Kæmist þú leiðar þinnar á gangstéttinni þrátt fyrir pick-uppinn sem lagt er þar sem þér var ætlað að ganga?
Báðir pic-upparnir, sá ráuði á horninu og sá svarti uppá gangstéttinni, snúa öfugt miðað við aksturstefnu. Sá rauði stendur vinstramegin í einstefnugötu og hinn snýr móti umferðinni sem reynir að komast upp brekkuna í hálkunni. Fer ekki bráðum að koma að því að við hin fáum upp í kok af yfirgangi þessara umferðarsóða?
Ólöglega lagðir bílar í hverfinu mínu 1. og 2. janúar 2006; EA-889, UX-810 og kerran sem virðist mega standa á miðri akrein öllum að meina- lausu. Nema þá kannski helst sjúkrabílum og slökkviliðs- bílum sem gætu þurft að komast framhjá. En hvað er eitt og eitt mannslíf milli vina þegar um er að ræða að leggja bílum sínum og kerrum svona alveg við útidyrnar sínar. Skítt með það þó það sé bannað. Ekki gera verðir laganna neinar athugasemdir. Og það þó menn séu með þessum afbrotum sínum að lítilsvirða umferðarlögin og vinsamleg tilmæli samborgara sinna. Þeir halda líklega uppteknum hætti meðan þeir komast upp með það. Allavega hefur AJ-702, sá sem er í felum bakvið kerruna á myndinni, lagt ólöglega vinstra megin einstefnugötunnar, mánuðum saman.
En það hafa VV-961 og JR-663, sem reyndar stendur á stöðvunar- línu bið- skyldunnar á horninu og ekki nema um 80 cm. frá brunahananum, svosem gert líka. Allir (nema kannski löggan og eigendur fyrrnefndra bíla) átta sig á því að reglur um lagningu bifreiða í einstefnugötur eru settar til að tryggja eðlilega umferð. Afsakanir, eins og þær að ekki séu næg bílastæði í götunni eða að ekki sé nægilegt rými á einkalóðunum til að gera þar stæði fyrir bíla heimilisfólksins, eru lélegar frammi fyrir almannaheill og rétti annarra íbúa hverfisins til að komast leiðar sinnar hindrunarlaust. Þó ekki væri nema að komast heim til sín framhjá ólöglega lögðum bílum.
Athygli vekur að bílarnir tveir, á hinum myndunum, standa fyrir framan sama húsið, hvor sinn daginn. Í þessum hluta götunnar er þetta vinstrisíðulagningarvandamál hvergi nema við þetta eina hús. Ótvíræður brotavilji fárra, til ama fyrir marga.
Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stækkaðar, það segir meira en mörg orð.
Umferðarlagabrot ?
Þann 25. ágúst sl. (sjá blog hér á síðunni) gerði ég að umtalsefni þráhyggju einstakra ökumanna varðandi lagningu bifreiða sinna vinstra megin í einstefnugötum. Klárlega er um umferðarlagabrot að ræða og hefur sýslumaður látið hafa eftir sér að á því sé enginn vafi. Sama embætti heykist hinsvegar á því að sækja menn til saka fyrir þessi brot. Bera menn fyrir sig skorti á bílastæðum í hverfinu og ýmsu öðru sem þó heimilar ökumönnum ekki lögbrot. Svo undarlegt sem það má vera eru oftast laus stæði hægra megin, gegnt hinum ólöglega lögðu bílum, en menn virðast ekki nenna að ganga þá fimm metra til viðbótar. Nokkrum sinnum hefur komið upp sú staða að neyðarbílar, slökkvilið og sjúkraflutningamenn, hafa ekki komist leiðar sinnar vegna þessara fáu asna. Stundum var mannslíf að veði.
Þar sem embættið daufheyrist við umkvörtunum finn ég mig knúinn til að vekja athygli á þessu leiða vandamáli hér á þessari síðu, í þeirri von að þeir sem staðnir eru að verki hér eftir skammist sín nógu mikið til að hætta þessum ósóma.
PY-699
Lagt þvert yfir stöðvunarlínuna og þétt uppvið biðskyldumerkið. Sannarlega nær gatnamótum en lög segja til um.
NL-547
Lagt á nákvæmlega sama stað og pallbíll sem nefndur var í greininni 25.ágúst. Sá fékk áminningu en þessi ekki. Strangt til tekið er þessi ekki eins ólöglegur og þeir sem eru vinstra megin í þessari götu. Athygli vekur að þar eru tveir ólöglega lagðir og kerran sem var það í ágúst er þar enn.
Í mínu hverfi búa um 1000 manns og flest húsanna eru hálfrar aldar gömul eða eldri. Götur eru þröngar og litlu má muna til að þær teppist. Lögreglustjóri virðist hafa öðrum hnöppum að hneppa en að gæta laga og reglu og því er þessi leið farin til að vekja athygli á lögbrotum. Borgaraleg skylda býður manni jú að sitja ekki hjá ef verið er að brjóta lög.
Þar sem embættið daufheyrist við umkvörtunum finn ég mig knúinn til að vekja athygli á þessu leiða vandamáli hér á þessari síðu, í þeirri von að þeir sem staðnir eru að verki hér eftir skammist sín nógu mikið til að hætta þessum ósóma.
PY-699
Lagt þvert yfir stöðvunarlínuna og þétt uppvið biðskyldumerkið. Sannarlega nær gatnamótum en lög segja til um.
NL-547
Lagt á nákvæmlega sama stað og pallbíll sem nefndur var í greininni 25.ágúst. Sá fékk áminningu en þessi ekki. Strangt til tekið er þessi ekki eins ólöglegur og þeir sem eru vinstra megin í þessari götu. Athygli vekur að þar eru tveir ólöglega lagðir og kerran sem var það í ágúst er þar enn.
Í mínu hverfi búa um 1000 manns og flest húsanna eru hálfrar aldar gömul eða eldri. Götur eru þröngar og litlu má muna til að þær teppist. Lögreglustjóri virðist hafa öðrum hnöppum að hneppa en að gæta laga og reglu og því er þessi leið farin til að vekja athygli á lögbrotum. Borgaraleg skylda býður manni jú að sitja ekki hjá ef verið er að brjóta lög.
Subscribe to:
Posts (Atom)